[[suggestion]]
Vestur-Kongó
 

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Brazzaville

Þjódernishópar

Kongóbúar 48%, sangha 20%, m'bochi 12%, teke 17%, Evrópubúar / aðrir 3%

Tungumál

Franska, lingala, monokutuba, kikongo, fleiri tungumál innfæddra

Trúarbrögð

Kristnir 50%, andatrúarmenn 48%, múslímar 2%

Sjtórnarform

Lýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

3 553 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Norðausturhluti Vestur-Kongós er aðallega hálendi með þéttum skógi og fjöllum í austri. Kongó-áin rennur um hálendið og myndar landamæri við nágrannalandið Austur-Kongó. Landið hefur stutta strandlengju sem liggur við Atlantshafið. Hitabeltisloftslag er í landinu með heitu og röku veðri allt árið. Landfræðileg lega landsins við miðbaug veldur því að lítill munur er á árstíðum. Hröð og óskipulögð þéttbýlisþróun landsins á sjöunda áratugnum hefur leitt til þess að upp hafa byggst fátækrahverfi, auk þess sem það hefur orsakað mikla loft- og vatnsmengun í stærstu borgunum. Einstæður regnskógur Kongó er í hættu vegna skógareyðingar eftir að ríkisstjórnin einkavæddi timburiðnaðinn. Ólöglegt skógarhögg er sívaxandi vandamál og margar sjaldgæfar dýrategundir í regnskóginum eru í hættu vegna veiðiþjófa.

Saga

Þegar Portúgalar komu að landi í Vestur-Kongó á 15. öld voru þar stór konungsríki með milljónum íbúa. Í fyrstu voru samskipti við íbúa landsins lítil og varkár. Það breyttist þegar Portúgalar gerðu Brasilíu að nýlendu sinni árið 1500 og þurftu á þrælum að halda til að nýta náttúruauðlindir. Portúgalar tóku yfir stjórn konungsríkjanna við ströndina og næstu árhundruð voru meira en 350.000 manns seldir í þrælahald. Frá árinu 1891 var landið nýlenda Frakka og árið 1910 varð allt landið hluti af nýlendunni „Franska miðbaugs-Afríka“. Landið fékk fyrst sjálfstæði árið 1960 og gekk í gegnum róttæka vinstri byltingu árið 1963. Vestur-Kongó var sósíalískt fram til ársins 1992 og voru mörg valdarán framin á þeim tíma. Kosningasigur stjórnarandstöðunnar árið 1992 leiddi til mikils óstöðugleika og pólitísk stjórn landsins lamaðist algjörlega. Átökin á milli stjórnmálaflokkanna þróuðust út í regluleg borgarastríð á árunum 1992–1993 og 1997–1999.

Vistfræðileg fótspor

5

0,6

Hvis alle mennesker på Jorden skulle ha samme forbruk som en gjennomsnittlig innbygger i Vestur-Kongó ville vi trenge 0,6 jordkloder.

Samfélag og stjórnmál

Samkvæmt stjórnarskránni frá árinu 2002 er Vestur-Kongó lýðveldi. Forsetinn er kjörinn til sjö ára í senn og fer fyrir ríkisstjórninni. Forsetinn hefur mikil völd, getur rofið þingið og boðað til nýrra kosninga. Landið er þó í reynd enn einsflokksríki og sósíalíski verkamannaflokkurinn hefur hreinan meirihluta á þingi. Íbúar landsins hafa ekki aðgang að menntun eða lágmarks heilbrigðisþjónustu og höfuðborgin Brazzaville er í rúst. Íbúar landsins eru af ólíkum ættbálkum og ágreiningur á milli þessara ættbálka stuðlaði að óstöðugleika sem leiddi til borgarastríðs árið 1997. Samsetning stjórnmálaflokkanna mótast mjög af svæða- og ættbálkaskiptingu í landinu. Mikil spilling er í Vestur-Kongó og uppreisnarhópar fara enn ránshendi um suðurhluta landsins. Meira en 150.000 manns eru á flótta í eigin landi, til viðbótar við þúsundir flóttamanna frá nágrannalandinu Austur-Kongó.

Lífskjör

11

150 av 188

Vestur-Kongó er nummer 150 av 188 land på Human Development Index over menneskelig utvikling.

Hagkerfi og viðskipti

Undanfarin 30 ár hafa orðið miklar breytingar á efnahag og viðskiptalífi í Vestur-Kongó. Landið hefur þróast frá því að vera háð landbúnaði og skógarhöggi til þess að vera mikilvægur olíuútflytjandi. Nýting á ríkulegum olíuauðlindum landsins var þegar hafin þegar landið fékk sjálfstæði, en hófst ekki af kappi fyrr en á níunda áratugnum. Í dag stendur olíuiðnaðurinn fyrir meira en 50% af vergri landsframleiðslu Vestur-Kongó. Stærstum hluta olíuiðnaðarins er stjórnað af erlendum olíufyrirtækjum og hefur olían ekki leitt til sérlega margra starfa fyrir íbúa Vestur-Kongó, sem búa við fátækt. Aðrar mikilvægar útflutningsvörur eru náttúrugas, timbur, matvæli og ýmis jarðefni. Iðnaðurinn er að mestu leyti í suðurhluta landsins, við höfuðborgina Brazzaville. Norðar í landinu er að mestu unnið við landbúnað og vinnslu jarðefna. Efnahagur landsins fór versnandi meðan á borgarastríðunum 1997–1998 stóð og landið glímir enn við eftirköst átakanna.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Vestur-Kongó fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Mannfjöldi

Íbúar

6 106 869

Fólksfjöldi Vestur-Kongó

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

1 2 3 4 0

4,0

Fæðingartíðni Vestur-Kongó

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27 28 29 30
31 32 33 34 35 36 37 38 39 40
41 42 43

43

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Vestur-Kongó

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

1

3 553

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Vestur-Kongó

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

1 2 3 8 5
6 7 8 9 10

3,8

Hlutfall vannærðra íbúa Vestur-Kongó

Loftslag

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar 

1 2

1,30

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Vestur-Kongó

Heilsa

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Vestur-Kongó

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

1 2 3 4 6
6 7 8 9 10

4,6

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Vestur-Kongó

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku. 

6

0,564

GII-vísitala Vestur-Kongó

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

1 2 3 4 5
6 7 8 1 10

8,06

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Vestur-Kongó

Skólaganga

Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?

1 2 3 4 5
6 7 8 9

8,91

fjöldi ára sem gert er ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla Vestur-Kongó

Jobb