Globalis er gagnvirkur heimsatlas þar sem þú getur fengið kort og gröf að eigin óskum. Tilgangur Globalis er að bregða ljósi á hvað er líkt og ólíkt í samfélagi manna og hvernig við höfum áhrif á hnöttinn, óstudd en einnig með aðstoð.

Birting á raunverulegri tölfræði Sameinuðu þjóðanna

Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðastofnanir safna árlega verulega stóru safn tölfræðilegra upplýsinga frá öllum ríkjum og þjóðum í heiminum. Um er að ræða tölfræði um breitt svið ólíkra málefna sem gjarnan birtast í stórum skýrslum og töflum sem henta síður til notkunar í skólum.

Með Globalis höfum við gert þessa tölfræði aðgengilega með skýrari og myndrænni hætti. Globalis inniheldur stóran gagnagrunn þar sem við höfum unnið úr og flokkað nýja tölfræði Sameinuðu þjóðanna eftir efnisflokkum. Úr þessum grunni getur þú með fáum músarsmellum sótt myndræn gögn sem sýna stöðu mála í ólíkum málaflokkum.

Á Globalis finnur þú tölfræðilegar upplýsingar um stöðu ríkja heimsins varðandi Þúsaldarmarkmið SÞ (2015-markmiðunum). Fyrir hvert markmið getur þú valið milli fleiri vísa sem sýna stöðu viðkomandi ríki. Þú getur einnig séð breytingar yfir tímabil til að sjá hvort ríki hefur notið jákvæðrar þróunar eða þolað neikvæða þróun út frá Þúsaldarmarkmiðunum.

Gervihnettir færa okkur nýja þekkingu um jörðina

„Maðurinn getur hafið sig yfir Jörðina – yfir skýin og enn ofar – og fyrst þá mun hann einnig skilja heiminn sem hann býr í.“

Tilvitnunin er í Sókrates fyrir 2.500 árum síðan. Sá hann fyrir sér að mannkynið myndi í framtíðinni senda hátæknilega gervihnetti út í geiminn? Það eru næstum 50 ár síðan við sendum upp fyrsta af gervihnöttum sem nú gera viðstöðulausar mælingar á yfirborði jarðar og lofthjúpnum. Þeir eru einnig með þróuð mælitæki sem kanna ýmsar bylgjur og ljós sem er ósýnilegt augum manna.

Eftir að unnið hefur verið úr gögnunum geta þau sagt okkur mikið um hversu lífið er samofið og berskjaldað á hnettinum. Hnetti sem breytist svo hratt vegna áhrifa mannsins. Á grundvelli þessara gervihnattamynda eru hér kort sem sýna staðfræðiupplýsingar, gróður, hafstrauma, regnskóga, þéttleika byggða og margt fleira. Kortin sýna mynstur og breytileika sem ganga þvert á landamæri – breytileika sem leggur grunninn að því hvernig við getum lifað þar sem við búum. Þessi kort eru aðgengileg á Globalis – og geta orðið spennandi upphafspunktur í því að kanna heiminn.

Hvernig má nota Globalis við nám?

Skólinn hefur langa hefð af notkun korta við kennslu og nám – og margar skólastofur skarta „rúllugardínu“-kortunum. Notkun upplýsinga- og samskiptatækni (UST) gefur nýja möguleika við notkun korta. Tæknin gefur okkur nytsamlegt verkfæri til að safna, geyma, stjórna og birta mikið magn upplýsinga um heiminn sem við lifum í. Með Globalis höfum við gert þetta verkfæri aðgengilegt fyrir skólann. Það er reynsla okkar að nemendum finnst það gaman og lærdómsríkt að vinna með kort og önnur myndræn verkfæri.

Globalis er fyrst og fremst ætlað framhaldsskólum, háskólum og annarrar framhaldsmenntunar. Globalis er hægt að nota í ýmsum greinum svo sem félagsvísindum, raungreinum t.d. stærðfræði og tölfræði, og við upplýsinga- og samskiptatækni. Það hentar sérstaklega vel til þverfaglegra verkefna, og getur nýst sem uppflettirit þegar unnið er með ákveðin málefni.

Notkun Globalis er fremur einföld og þarfnast ekki mikillar kunnáttu á tölvur, hvort sem þú ert kennari eða nemandi. Í flestum flokkum leiðir aukin tölvufærni þó til árangursríkari vinnu með Globalis. Við vinnum nú að einfaldri notendahandbók ætlaða byrjendum sem birt verður hér.

Góða ferð!