Samningur gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu
Markmið samningsins gegn pyndingum er að banna hvers kyns pyndingar og aðra ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Samningurinn var gerður í framhaldi af kafla um bann við pyndingum sem er að finna í samningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Samningurinn bannar hvers kyns pyndingar, óháð aðstæðum og boðar einnig bann við því að senda fólk til landa þar sem hætta á pyndingum er mikill. Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (CAT) fylgist með framkvæmd samningsins og metur skýrslur frá aðildarlöndum á fjögurra ára fresti. Nefndin fær einnig upplýsingar frá frjálsum félagasamtökum. Þessi samningur er því einn af þeim sem best er fylgst með í heiminum. Samningurinn tók gildi á Íslandi 22. nóvember 1996
-
Vedtatt
- 10.12.1984
-
Trådt i kraft
- 22.11.1996
-
Les mer på engelsk
- Torturkonvensjonen på engelsk