Hér eru tillögur að því hvernig hægt er að nýta vefinn Globalis.is við grunn- og framhaldsskólanám. Leiðbeiningarnar sýna einfalda leið til að nýta Globalis vefinn við kennslu. 

Skólar

  

Afganistans flagg

Afganistan var stjórnað af talibönum stærstan hluta tíunda áratugarins. Þeim var steypt af stóli vorið 2002 af fjölþjóðaher sem var liður í stríði Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum.

Lesa meira um Afganistan | Lönd

Úkraína

Úkraína er næststærsta land Evrópu og varð landið sjálfstætt árið 1991 eftir fall Sovétríkjanna. Landsmenn ganga nú í gegnum mikla erfiðleika pólitískt séð fyrir utan að mikil spilling þrífst innan landamæranna. Stór hluti íbúanna býr við fátækt.

Lesa meira um Úkraína | Lönd

Afganistan

Stríðið í Afganistan hefur staðið yfir í meira en þrjátíu ár og gert landið að einu því fátækasta í heiminum. Langvarandi hernámi Sovétmanna fylgdi tíu ára borgarastyrjöld og stjórn íslamskra bókstafstrúarmanna. Árið 2001 réðust Bandaríkjamenn inn í landið og í dag standa átökin á milli stjórnvalda í Kabúl (sem njóta stuðnings vestrænna ríkja) og Talibana.

Palestína

Árið 1948 var Ísraelsríki stofnað á palestínsku landi, þrátt fyrir umfangsmikil mótmæli frá Palestínumönnum og Arabaheiminum. Árekstar á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna hafa síðan þá verið margir og blóðugir og enn er langt í land að friðsamleg og varanleg lausn finnist.

Rússland

Rússland er stærsta land heims og mikilvægur gerandi í alþjóðlegri verslun og stjórnmálum. Landið er þó enn að kljást við eftirmála af falli Sovétríkjanna frá því árið 1993.

Lesa meira um Rússland | Lönd

FN-sambandet © 2014