Hopp til innhold
Zuma Press/UNRWA

Borgarastríðið í Sýrlandi felst í átökum á milli stjórnvalda, undir forystu forsetans Bashar al-Assad, og uppreisnarhópa. Sumir uppreisnarhóparnir berjast einnig sín á milli. Rússar og Íranir styðja Assad-stjórnina en Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra eins og Frakkar, Tyrkir og Saudí-Arabar aðstoða suma uppreisnarhópana en varpa sprengjum á aðra.

Hér eru tillögur að því hvernig hægt er að nýta vefinn Globalis.is við grunn- og framhaldsskólanám. Leiðbeiningarnar sýna einfalda leið til að nýta Globalis vefinn við kennslu. 

Skólar

  

Suður-Súdan

Borgarastyrjöld braust út í Suður-Súdan í desember 2013. Þótt átökin tengdust pólitík með innri klofningu í frelsishreyfingunni þá urðu ákveðnir þjóðarhópar fyrir meira ofbeldi en aðrir. Það varð til þess að borgarstyrjöldin varð einnig átök þjóðarhópa þar sem spurningin um það að tilheyra hópi, öryggi og aðgangur að auðlindum varð
mikilvægasti drifkrafturinn á bak við ofbeldið.

Palestína

Árið 1948 var Ísraelsríki stofnað á palestínsku landi, þrátt fyrir umfangsmikil mótmæli frá Palestínumönnum og Arabaheiminum. Árekstar á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna hafa síðan þá verið margir og blóðugir og enn er langt í land að friðsamleg og varanleg lausn finnist.

Austur-Kongó

Austur-Kongó er á stærð við Vestur-Evrópu. Þrátt fyrir miklar náttúruauðlindir er landið á meðal fátækustu landa heims og á enn við átök að etja.

Lesa meira um Austur-Kongó | Lönd

Afganistans flagg

Afganistan var stjórnað af talibönum stærstan hluta tíunda áratugarins. Þeim var steypt af stóli vorið 2002 af fjölþjóðaher sem var liður í stríði Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum.

Lesa meira um Afganistan | Lönd

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017