Afganistan
Stríðið í Afganistan hefur staðið yfir í meira en þrjátíu ár og gert landið að einu því fátækasta í heiminum. Langvarandi hernámi Sovétmanna fylgdi tíu ára borgarastyrjöld og stjórn íslamskra bókstafstrúarmanna. Árið 2001 réðust Bandaríkjamenn inn í landið og í dag standa átökin á milli stjórnvalda í Kabúl (sem njóta stuðnings vestrænna ríkja) og Talibana.